Renniverkstæðið Okkar

Baader hefur rekið renniverkstæði um langt skeið, í fyrstu eingöngu til framleiðslu á varahlutum fyrir BAADER fiskvinnsluvélar en síðar smíði fyrir aðra. Hefur BAADER Ísland verið leiðandi í vélakosti. BAADER var með þeim fyrstu sem notuðu CNC stýrða rennibekki og fræsivélar í framleiðslu. Fyrsti rennibekkurinn var af gerðinni Gildemeister CT 40 og var hann tekinn í notkun árið 1984. Hann var með 12 verkfærum og var alsjálfvirkur. Fólk var á þeim tíma mjög efins um að það væru not fyrir slíkar vélar hér á Íslandi, en tíminn hefur sýnt fram á að við veðjuðum rétt því að endurnýjun í vélakosti hefur nánast eingöngu verið í CNC. Í dag erum við með 4 CNC fræsivélar og 4 CNC rennibekki og hafa verið næg verkefni fyrir þær allar og notkun þeirra farið sívaxandi ár frá ári. Hefur það verið okkur mikið kappsmál að hafa hæfa starfsmenn og góðan vélakost. Hefur það einkennt BAADER að starfsmennirnir hafa langan starfsaldur.

Vélakostir


CNC Machine

EMCO Maxturn 65

24 Virk Verkfæri
2 Spindlar
Vinnslusvið: ø250 x 600
Færsla: Y-ás 80 mm
Stangamatari
4 Ása

CNC Machine

Gildemeister CTX 400E

12 virk verkfæri
Vinnslusvið: ø420 / ø220 x 1000
3ja ása

CNC Machine

EMCO Hyperturn 45

2 Spindlar
Vinnslusvið X/Y/Z: 160/+40/-30/510 mm
Hámarks Þvermál: 300mm
12/24 Virk Verkfæri

CNC Machine

EMCOMAT 300

Vinnslusvið: 310 / - / 1500-2000 mm
Hámarks Þvermál: 315mm

CNC Machine

Goratu Ginnova 15 5AX

30 virk verkfæri
Heidenhain iTNC 530
Vinnslusvið: 760 x 760 x 600
5 ása

CNC Machine

Cincinnati Arrow 1000

21 verkfæri
Acramatic 2100
Vinnslusvið: 1020 x 510 x 560
4ja ása

CNC Machine

Lagun Future 1400

Vinnslusvið 1300 x 800 x 800
Heidenhain TNC 360
4ja ása